"> Reykjavíkur Apótek – fagleg og persónuleg þjónusta
Slide 1

Þjónusta

Reykjavíkur Apótek er lyfjabúð með gott úrval af lyfjum og lausasölulyfjum og bjóðum við upp á alla almenna lyfjafræðilega þjónustu, vítamín, fæðubótarefni og snyrti- og hjúkrunarvörur á samkeppnishæfu verði. Við sérhæfum okkur sömuleiðis í fræðslu og sölu á húðvörum sem húðsjúkdómalæknar um allan heim mæla með, til að mynda franska gæðamerkinu Vichy. Við kappkostum við að bjóða faglega og persónulega þjónustu með bros á vör.

Lyfjaskömmtun

Við bjóðum upp á lyfjaskömmtun í samstarfi við Lyfjaver. Kynntu þér þjónustu Reykjavíkur Apóteks með því að hringja í síma 522 8400 eða senda okkur tölvupóst á reyap@reyap.is fyrir frekari upplýsingar.

Mælingar

Við bjóðum upp á heilsufarsmælingar. Við leggjum mikla áherslu á mikilvægi forvarna sem geta stuðlað að betri heilsu okkar viðskiptavina. Við tökum vel á móti þér og bjóðum upp á blóðþrýstingsmælingar og blóðsykursmælingar. Frekari upplýsingar um heilsufarsmælingar Reykjavíkur Apóteks eru veittar í síma 522 8400 eða með því að heimsækja okkur.

Heimsending

Við bjóðum upp á heimsendingu á lyfjum, þér að kostnaðarlausu. Til að fá lyfseðilsskyld lyf afgreidd í heimsendingu er nauðsynlegt að lyfseðill sé til í lyfjagáttinni. Til að fá lyf afhent samdægurs, þarf beiðni að berast okkur fyrir klukkan 15.

Hér erum við

Reykjavíkur Apótek er á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu

Seljavegur 2, 101 Reykjavík

Sími: 522 8410

Lyfsali: Margrét Birgisdóttir

Opnunartími:

Virka daga: 9- 18

Laugardaga: 10 – 17

Sunnudaga: Lokað

Skeifan 11b, 108 Reykjavík

Sími: 522 8420

Lyfsali: Ólafur Adolfsson

Opnunartími:

Virka daga: 9 – 18

Laugardaga: 10 – 17

Sunnudaga: 12 – 17

Fréttir

Fréttir

Við tökum við lyfjum til eyðingar á ný

Vegna færri smita í þjóðfélaginu er nú komið að því að fara aftur að taka við lyfjum frá viðskiptavinum til eyðingar sbr. 25. gr. reglugerðar nr. 1266/2017 um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja. Til að svo geti orðið skal hver og ein lyfjabúð koma sé...

Hjálpumst að með hreinlætið að vopni

Við hjá Reykjavíkur Apóteki viljum minna á mikilvægi góðs og reglulegs handþvottar á meðan COVID19 veiran herjar á landann og heiminn allan. Embætti Landlæknis hefur einnig gefið út haldgóðar leiðbeiningar um hvernig megi draga verulega úr sýkingarhæ...

Reykjavíkur Apótek opnað í Skeifunni

Þann 1. febrúar síðasliðinn, opnaði nýtt og glæsilegt apótek sem staðsett er á besta stað í Skeifunni, nánar tiltekið í Skeifunni 11b. Starfsfólk okkar í apótekinu í gamla Héðinshúsinu að Seljavegi 2 mun að sjálfsögðu standa vaktina áfram. Ásamt því ...

Um okkur

Reykjavíkur Apótek er lyfjabúð þar sem áhersla er lögð á að bjóða upp á lágt lyfjaverð og góða þjónustu. Lyfsalar Reykjavíkur Apóteks eru Ólafur Adolfsson og Margrét Birgisdóttir.

Við höfum gott úrval af lyfjum og lausasölulyfjum og bjóðum upp á alla almenna lyfjafræðilega þjónustu, vítamín, fæðubótarefni, snyrti- og hjúkrunarvörur á samkeppnishæfu verði. Við leggjum metnað í að bjóða upp á faglega og persónulega þjónustu með bros á vör.

Nafn Reykjavíkur Apóteks á sér langa sögu og var lyfjabúð með þessu nafni rekin í nær 260 ár áður en hún var lögð niður árið 1999. Það var þá elsta verslunarfyrirtæki landsins, stofnað af Bjarna Pálssyni landlækni í kringum árið 1760. Nafnið var síðan endurvakið þegar Ólafur Adolfsson, lyfsali á Akranesi og Margrét Birgisdóttir opnuðu apótek sitt með sama nafni árið 2009 í gamla Héðinshúsinu, Seljavegi 2 í vesturbæ Reykjavíkur. Nú eru apótekin orðin tvö þar sem ný lyfjabúð var opnuð í Skeifunni í febrúar 2020.

Sækja um starf

Ef þú hefur áhuga á að starfa með okkur þá tökum við glöð á móti starfsumsóknum ásamt ferilskrá og frekari upplýsingum í tölvupósti á starf@reyap.is.

SÆKJA UM

Hafa samband