Reykjavíkur Apótek er lyfjabúð með gott úrval af lyfjum og lausasölulyfjum og bjóðum við upp á alla almenna lyfjafræðilega þjónustu, vítamín, fæðubótarefni og snyrti- og hjúkrunarvörur á samkeppnishæfu verði. Við sérhæfum okkur sömuleiðis í fræðslu og sölu á húðvörum sem húðsjúkdómalæknar um allan heim mæla með, til að mynda franska gæðamerkinu Vichy. Við kappkostum við að bjóða faglega og persónulega þjónustu með bros á vör.

Lyfjaskömmtun

Við bjóðum upp á lyfjaskömmtun í samstarfi við Lyfjaver. Kynntu þér þjónustu Reykjavíkur Apóteks með því að hringja í síma 522 8400 eða senda okkur tölvupóst á reyap@reyap.is fyrir frekari upplýsingar.

Mælingar

Við bjóðum upp á heilsufarsmælingar. Við leggjum mikla áherslu á mikilvægi forvarna sem geta stuðlað að betri heilsu okkar viðskiptavina. Við tökum vel á móti þér og bjóðum upp á blóðþrýstingsmælingar og blóðsykursmælingar. Frekari upplýsingar um heilsufarsmælingar Reykjavíkur Apóteks eru veittar í síma 522 8400 eða með því að heimsækja okkur.

Heimsending

Við bjóðum upp á heimsendingu á lyfjum, þér að kostnaðarlausu. Til að fá lyfseðilsskyld lyf afgreidd í heimsendingu er nauðsynlegt að lyfseðill sé til í lyfjagáttinni. Til að fá lyf afhent samdægurs, þarf beiðni að berast okkur fyrir klukkan 15.