Við hjá Reykjavíkur Apóteki viljum minna á mikilvægi góðs og reglulegs handþvottar á meðan COVID19 veiran herjar á landann og heiminn allan. Embætti Landlæknis hefur einnig gefið út haldgóðar leiðbeiningar um hvernig megi draga verulega úr sýkingarhættu vegna farsótta. Í apótekum okkar á Seljavegi og í Skeifunni höfum við einnig sett upp veggspjöld sem gott er að styðjast við þegar kemur að forvörnum:

Einfalt er að draga mjög úr sýkingahættu vegna kórónuveirunnar COVID19 með auknu hreinlæti og varfærni. Vönduð handhreinsun er þar lykilatriði, en sömuleiðis er gott að forðast að snerta eigið andlit með höndum og gæta varúðar á almannafæri.

Við hvetjum þá einstaklinga sem finna fyrir einkennum eða veikindum til að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.