Reykjavíkur Apótek er lyfjabúð þar sem áhersla er lögð á að bjóða upp á lágt lyfjaverð og góða þjónustu. Lyfsalar Reykjavíkur Apóteks eru Ólafur Adolfsson og Margrét Birgisdóttir.

Við höfum gott úrval af lyfjum og lausasölulyfjum og bjóðum upp á alla almenna lyfjafræðilega þjónustu, vítamín, fæðubótarefni, snyrti- og hjúkrunarvörur á samkeppnishæfu verði. Við leggjum metnað í að bjóða upp á faglega og persónulega þjónustu með bros á vör.

Nafn Reykjavíkur Apóteks á sér langa sögu og var lyfjabúð með þessu nafni rekin í nær 260 ár áður en hún var lögð niður árið 1999. Það var þá elsta verslunarfyrirtæki landsins, stofnað af Bjarna Pálssyni landlækni í kringum árið 1760. Nafnið var síðan endurvakið þegar Ólafur Adolfsson, lyfsali á Akranesi og Margrét Birgisdóttir opnuðu apótek sitt með sama nafni árið 2009 í gamla Héðinshúsinu, Seljavegi 2 í vesturbæ Reykjavíkur. Nú eru apótekin orðin tvö þar sem ný lyfjabúð var opnuð í Skeifunni í febrúar 2020.